Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Breskur símaklefi á miðju hringtorgi
Miðvikudagur 3. september 2008 kl. 14:24

Breskur símaklefi á miðju hringtorgi



Á hringtorginu við mót Flugvallarvegar og Hringbrautar er komin breskur símaklefi. Það gæti reyndar orðið vandkvæðum bundið að nota hann sem slikan ef einhverjum dytti það í hug vegna þess að í klefanum er enginn sími. Hér er nefnilega um nákvæma eftirlíkingu að ræða.

Á föstudaginn, kl. 17.00 mun sendiherra Breta, hr. Ian Whitting, afhjúpa símaklefann en umrætt torg hefur fengið heitið Lundúnartorg. Bæjarbúar eru boðnir velkomnir á athöfnina.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Lundúnatorg er annað í röð 5 torga sem öll munu verða nefnd eftir þekktum heimsborgum. Í fyrra afhjúpaði þáverandi borgarstjóri Reykjavíkur listaverk eftir Ásmund Sveinsson á Reykjavíkurtorgi á mótum Hafnargötu og Flugvallarvegar. Verkefnið hefur hlotið heitið Þjóðbraut og byggir á þeirri hugmynd að Reykjanesbær sé hlið Íslands að heiminum og torgum prýddur Flugvallavegurinn eins og þjóðbraut út í hinn stóra heim.

Hugmyndin, útfærsla og önnur vinna við símaklefann er unnin af þeim Þorsteini Jónssyni og Katrínu Hafsteinsdóttur hjá fyrirtækinu Kator.


Mynd: Katý og Þorsteinn hjá Kator, Valgerður Guðmundsdóttir, menningarfulltrúi og Guðlaugur H. Sigurjónsson, framkvæmdastjóri USK við klefann þegar hann kom til uppsetningar í morgun. VF-mynd: elg