RNB Lýðheilsu og forvarnarvika 28. sept - 5 okt
RNB Lýðheilsu og forvarnarvika 28. sept - 5 okt

Fréttir

Mánudagur 4. september 2000 kl. 16:02

Brenton Birmingham til Njarðvíkur

Brenton Birmingham, körfuknattleiksmaðurinn snjalli sem lék með Grindavík á síðasta keppnistímabili verður með sínum gömlu félögum í Njarðvík í vetur.Brenton hefur verið einn besti erlendi leikmaðurinn í íslenskum körfubolta undanfarin tvö ár. Hann varð bikarmeistari með Njarðvík í hitteðfyrra og Grindvíkingum í fyrra. Njarðvíkingar eru sælir og glaðir með að hafa klófest Brenton. „Þetta eru rosalega góðar fréttir. Við þurfum eitthvað gott eftir erfitt síðasta tímabil.Brenton mun einnig starfa við þjálfun yngri flokka hjá Njarðvíkingum.Hann er væntanlegur til landsins í lok vikunnar.
Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25
Safnahelgi 2025
Safnahelgi 2025