Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Brennuvargur kveikti í bíl með kyndli
Sunnudagur 18. maí 2008 kl. 16:57

Brennuvargur kveikti í bíl með kyndli

Nær fullvíst má telja að brennuvargur hafi verið á ferðinni á Fitjabraut í Njarðvík í nótt þar sem eldur var borinn að Volkswagen-bifreið. Kyndill stóð út um hliðarrúðu bílsins þegar slökkvilið Brunavarna Suðurnesja og lögreglan á Suðurnesjum komu á vettvang.

Skamma stund tók að slökkva eldinn en bifreiðin er gjörónýt á eftir. Ekki er vitað hver brennuvargurinn er eða hvað honum gekk til með verknaðinum.

Myndirnar voru teknar þegar slökkvistarf átti sér stað í nótt.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi