Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Brennuvargur í Krossmóa - Kveikt í á salernum og í kjallara
Svona var umhorfs inni á einni snyrtingunni.
Miðvikudagur 27. apríl 2016 kl. 15:07

Brennuvargur í Krossmóa - Kveikt í á salernum og í kjallara

Brennuvargur gerði vart við sig í skrifstofuhúsnæði við Krossmóa í Reykjanesbæ í gærkvöldi. Kveikt var í pappír inni á salernum á fjórðu hæð hússins, auk þess sem reynt var að kveikja í blaðagámi og plastrusli í kjallara. Þá var brunaboði í húsinu ræstur.

Brunaboð bárust frá byggingunni kl. 21 í gærkvöldi. Þá var enn starfsemi í húsinu þar sem fjöldi fyrirtækja hefur aðsetur, m.a. Landsbankinn, Kaupfélag Suðurnesja, Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum, verkalýðsfélög og fleiri. Þá hafa Víkurfréttir aðsetur í húsinu.

Reykur var á salernum á fjórðu hæð eftir að kveikt hafði verið í pappír og brunalykt var í kjallara. Öryggisverðir og lögregla mættu á svæðið en ekki tókst að hafa uppi á þeim sem kveikti eldinn.

Lögreglan á Suðurnesjum er með málið til rannsóknar en fyrir nokkrum dögum var eldur borinn að byggingum á Ásbrú og á Patterson-svæðinu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024