Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Brennuvargur í Krossmóa
Frá vettvangi síðdegis í gær. VF-mynd: Hilmar Bragi
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
þriðjudaginn 25. janúar 2022 kl. 10:20

Brennuvargur í Krossmóa

Eldur var borinn að endurvinnslutunnum fyrir pappír við skrifstofuhúsnæði í Krossmóa í Reykjanesbæ síðdegis í gær. Talsverður eldur logaði í tunnunum þegar slökkvilið Brunavarna Suðurnesja bar að.

Slökkviliðið var fljótt að ráða niðurlögum eldsins en tunnurnar eru ónýtar og stór sorpgámur sviðnaði og hleri á honum bráðnaði.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Eldurinn kom upp í sorpgerði skammt frá húsvegg skrifstofubyggingar. Eldurinn náði ekki í húsið en brunalykt barst um bygginguna.