Brennuvargar á Patterson
Það er því miður alltof algengt að fólk losi sig við rusl í gömlu sprengjugeymslunum á Patterson-flugvelli. Þaðan hefur tugum tonna af rusli verið ekið í burtu reglulega til eyðingar hjá Kölku.
Stundum ákveður fólk þó að kveikja bara sjálft í ruslinu á Patterson og slökkvilið Brunavarna Suðurnesja hefur ekki tölu á því hversu mörg brunaútköll hafa borist í gömlu sprengjugeymslurnar þar sem kveikt hefur verið í rusli.
Myndirnar voru teknar í einu slíku útkalli um síðustu helgi.