Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Brennisteinsfjöll eru eftirsóttust
Miðvikudagur 20. september 2006 kl. 09:03

Brennisteinsfjöll eru eftirsóttust

Hjá iðnaðarráðuneytinu liggja fyrir umsóknir frá orkufyrirtækjum um rannsóknarleyfi á þremur svæðum á suðvesturhorninu sem ekki hafa verið virkjuð; þ.e. í Brennisteinsfjöllum og Krýsuvík á Reykjanesskaga og í Grændal sem liggur upp af Hveragerði.


Af þessum svæðum virðast Brennisteinsfjöll vera eftirsóttust. Júlíus J. Jónsson, forstjóri Hitaveitu Suðurnesja, gagnrýnir seinagang í umsóknarferli vegna rannsóknarleyfa og segir í samtali við Morgunblaðið í gær furðulegt að enn skuli standa á umsögn umhverfisráðuneytisins. Í lögum sé kveðið á um skjóta afgreiðslu en ráðuneytið virðist ekki hafa nokkrar áhyggjur af því að brjóta lög með því að draga að klára sína umsögn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024