Brenndist af ammoníaksblandaðri olíu
Vinnuslys varð um síðustu helgi í fiskvinnslufyrirtæki í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum. Þar var starfsmaður að vinna við vél sem keyrir kælikerfi fiskvinnslunnar þegar ammoníaksblönduð olía sprautaðist í andlit hans. Maðurinn brenndist í andliti, auk þess sem vökvinn fór í annað auga hans. Honum var ekið með sjúkrabifreið til aðhlynningar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				