Brendist á höndum við slökkvistörf
Á þriðja tímanum í dag var slökkvilið kallað að Kirkjuvegi 1, Keflavík en þar hafði kviknað í feiti í potti í einni íbúðinni. Húsráðendur voru búnir að slökkva eldinn er slökkvilið kom á staðinn. Brenndist húsráðandi lítillega á hendi við að slökkva eldinn og kona hans var flutt á HSS til skoðunar. Slökkviliðið sá um að reykræsta íbúðina en nokkrar skemmdir urðu aðallega af völdum sóts.
Mynd úr safni - tengist ekki fréttinni.