Breikkun Reykjanesbrautar hafin
Sturla Böðvarsson samgönguráðherra tók fyrsta skóflustunguna að breikkun Reykjanesbrautar og lýsti framkvæmdir hafnar klukkan 14 í dag. Strax að skóflustungu lokinni byrjuðu vinnuvélar verktakanna, Háfells, Jarðvéla og Eyktar, að grafa úr vegarstæðinu. Að athöfninni lokinni ók hersingin í átt til Keflavíkur hlið við hlið á báðum akreinum, eins og breikkun brautarinnar væri þegar búin. Klukkan þrjú fögnuðu verktakar og áhugahópurinn upphafi framkvæmda við breikkun brautarinnar með samsæti í félagsheimilinu Stapa þar sem boðið var upp á kaffi og kökur. Strax að skóflustungu lokinni byrjuðu vinnuvélar verktakanna, Háfells, Jarðvéla og Eyktar, að grafa úr vegarstæðinu. Að athöfninni lokinni ók hersingin í átt til Keflavíkur hlið við hlið á báðum akreinum, eins og breikkun brautarinnar væri þegar búin.
Ljósmynd: Sturla Böðvarsson tekur fyrstu skóflustunguna að breikkun Reykjanesbrautar klukkan 14:00 í dag.
Ljósmynd: Sturla Böðvarsson tekur fyrstu skóflustunguna að breikkun Reykjanesbrautar klukkan 14:00 í dag.