Breiðþota Loftleiða í jómfrúarflugið
Fyrsta Boeing 767-300ER-breiðþota Loftleiða Icelandic, dótturfyrirtækis Flugleiða, fór í sitt fyrsta verkefni í morgun þegar flogið var með á þriðja hundrað farþega til sólarlanda fyrir Úrval Útsýn og var ferðinni heitið til Faro í Portúgal. Nýja Boeing 767 þotan er fyrsta breiðþota í flugflota Flugleiðasamsteypunnar síðan félagið rak þotu af gerðinni DC-10 í lok áttunda áratugarins.Að sögn Guðjóns Arngrímssonar upplýsingarfulltrúa hjá Flugleiðum er þessi vél í notkun hjá dótturfélagi Flugleiða, Loftleiðir-Iclandic, og verður aðallega notuð í leiguflug fyrir ferðaþjónustuaðila, bæði innlendra og erlendra.
Myndin var tekin í flugstjórnarklefanum rétt fyrir brottför. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Myndin var tekin í flugstjórnarklefanum rétt fyrir brottför. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson