Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bréfdúfa reynir inngöngu í fjölbraut
Fimmtudagur 15. september 2011 kl. 11:02

Bréfdúfa reynir inngöngu í fjölbraut

Bréfdúfa tók hús á nemendum og starfsfólki Fjölbrautaskóla Suðurnesja í morgunsárið. Svo virðist sem hún sé á síðustu bensíndropunum og tók vel til matar síns en nemendur við skólann hafa kastað brauðmolum til dúfunnar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Dúfan er mjög spök og er vel hægt að nálgast fuglinn. Dúfan hefur þó ekki viljað láta fanga sig.

Þegar haft var samband við Náttúrufræðistofnun Íslands í morgun var vísað á áhugamenn um bréfdúfur sem hafa umsjón með merkingum á bréfdúfum.

Gera á út mann til að fanga dúfuna við Fjölbrautaskóla Suðurnesja og koma henni á rétta braut en allt virðist benda til þess að dúfan sé að villast af leið þar sem hún reynir inngöngu í Fjölbrautaskóla Suðurnesja.

Meðfylgjandi myndir af tók Hilmar Bragi af bréfdúfunni við Fjölbrautaskóla Suðurnesja nú áðan. Ekki var að sjá að dúfan bæri nein skilaboð önnur en númerið sem hún ber, ISL 2011 1264.









Bréfdúfan nartaði í brauðmola við Fjölbrautaskóla Suðurnesja í morgun.