Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bréfasprengjur valda miklu tjóni
Föstudagur 16. apríl 2004 kl. 18:25

Bréfasprengjur valda miklu tjóni

Sprengjusérfræðingar Landhelgisgæzlunnar héldu í morgun námskeið fyrir öryggisstarfsfólk í Leifsstöð um sprengjur og hættuna af þeim. Framkvæmdar voru nokkrar sprengingar með litlu magni af sprengiefni og sýnt fram á það hversu lítið af efni þarf til að valda miklu tjóni.
Sigurður Ásgrímsson, sérfræðingur á sprengjudeild Landhelgisgæslunnar sagði að 12 lögreglumenn hefðu tekið þátt í námskeiðinu en það er hið sjötta sem haldið er fyrir öryggisstarfsfólk flugstöðvarinnar á þessu ári og því síðasta.
Námskeiðin byrja með fyrirlestrum en síðan er farið út fyrir hús og þar er sýndur er áhrifamáttur sprengja, bæði bréfsprengja, eldsprengja og heimatilbúins sprengiefnis. Hvað lítið þarf í raun og veru af sprengiefni til að valda miklum skaða.
Á námskeiðinu í morgun útbjó Sigurður bréfasprengju með 100 grömmum af plastsprengiefni. Var henni komið fyrir á borði sem gína sat við og hún sprengd úr fjarlægð með fjarstýringu. Tættust bæði skrifborðið og gínan í sundur við sprenginguna, eins og sést á meðfylgjandi myndum sem Hilmar Bragi, ljósmyndari Víkurfrétta, tók á skotæfingasvæðinu við Hafnaveg.

Myndin: "Skrifstofumaðurinn" við borðið hefur móttekið pakka sem reynist innihalda 100 gramma bréfasprengju. Hann verður ekki til frásagnar eins og sjá má...

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024