Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Brautir og Traðir í bland við amerísk götuheiti
Mánudagur 25. ágúst 2008 kl. 17:07

Brautir og Traðir í bland við amerísk götuheiti


Götur á Vallarheiði hafa margar hverjar fengið ný nöfn. Nú hafa allar götur í gömlu herstöðinni fengið fengið endinguna braut eða tröð, en áður voru íslensku götuheitin með hinum ýmsu endingum. Göturnar á Vallarheiði höfðu einnig erlend heiti. Þannig var til gata á Vallarheiði sem hét Breiðgata/Broadway. Hún heitir í dag Seljubraut en mun áfram halda erlenda heitinu. Þá má núna finna götur eins og Grænásbraut, Keilisbraut, Flugvallarbraut og Flugbraut á Vallarheiði.  Traðirnar eru hins vegar í verktakahverfinu.


Það er Borgar Ólafsson skiltagerðamaður sem séð hefur um að breyta merkingum á skiltunum á Vallarheiði en uppsetning skiltanna gengur vel.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024



Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson / Fjörugata heitir nú Fjörubraut en heldur ameríska heitinu Tidewater Drive.