Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Braut rúðu í símaklefa
Laugardagur 29. júlí 2006 kl. 12:13

Braut rúðu í símaklefa

Lögreglan í Keflavík handtók 20 ára karlmann í miðbæ Keflavíkur laust eftir kl. 05:00 í morgun. Lögreglan fékk ábendingu um að maðurinn hefði brotið rúðu í símaklefa og var hann nokkuð æstur þegar lögreglu bar að.

Lögreglan færði manninn á lögreglustöðina í Keflavík þar sem hann sefur úr sér í fangageymslu og verður tekin af honum skýrsla þegar áfengisvíman rennur af honum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024