Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Braut fjölmörg rifbein við fall í gryfju
Þriðjudagur 9. mars 2004 kl. 15:11

Braut fjölmörg rifbein við fall í gryfju

Karlmaður slasaðist talsvert þegar hann féll ofan í stigagang eða gryfju við Gömlu búðina á DUUS-torfunni í Keflavík um helgina. Hann liggur nú á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja með fjölmörg brotin rifbein.
Maðurinn var á ferð á samt þremur öðrum við DUUS-húsin skömmu fyrir kl. 03 aðfararnótt laugardags þegar hann gekk fram af steyptum palli og féll niður í gryfju við kjallaratröppur sem þarna eru. Kalla þurfti til sjúkrabíl sem flutti manninn undir læknishendur. Eins og áður segir brotnuðu mörg rifbein, auk þess sem súrefnisskortur er til lungnanna.
Maðurinn sem slasaðist heitir Ársæll Sigþórsson og segist hann búast við að verða frá vinnu vegna slyssins í átta vikur. Hann segir jafnframt að verr hefði getað farið en hann hafi náð að snúa sér í fallinu og koma þannig í veg fyrir að lenda á andlitinu í gryfjunni.

Myndirnar: Ársæll Sigþórsson á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og mynd af gryfjunni sem hann féll ofan í. VF-myndir: Hilmar Bragi Bárðarson
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024