Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Braut fingur konu sinnar þegar hún hringdi í Neyðarlínuna
Laugardagur 10. október 2009 kl. 13:39

Braut fingur konu sinnar þegar hún hringdi í Neyðarlínuna

Karlmaður hefur í Héraðsdómi Reykjaness verið dæmdur í þriggja mánaða fangelsi, skiloðsbundið til þriggja ára, og til að greiða fórnarlambi sínu 250.000 krónur ásamt vöxtum. Þá á hann að greiða verjanda og réttargæslumanni málsvarnarlaun og þóknun.


Það var lögreglustjórinn á Suðurnesjum sem ákærði manninn. Ákærða er gefin að sök líkamsárás, með því að hafa á nýjársdagsmorgun 2009 ráðist á konu sína í bifreið við Kaffi Duus í Reykjanesbæ, með ítrekuðum höggum með handleggjum í höfuð, með því að rífa í hár hennar, hárreita hans og slá hana ítrekað, kreist hönd hennar við farsíma, og beygt vinstri baugfingur aftur, er hún reyndi að ná sambandi við neyðarlínuna, svo konan hlaut afrifubrot á efsta hluta miðjukjúku vinstri baugfingurs.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Ákærði hafi síðan farið út úr bifreiðinni og ráðist á konuna með ítrekuðum höggum í bak og höfuð og sparkað í hægri öxl hennar. Við árásina hlaut konan, auk brots á fingri, töluverða bólgu á vinstri kinn, áverka á höfði sem samrýmast því að hár hafi verið rifið, blæðingu úr hársekkjum, mar og blæðingar undir húð á hálsi aftanverðum og einnig á úlnliðssvæði báðum megin, 1x1cm marblett á hægra axlarsvæði.