Braust inn í annarlegu ástandi
Brotist var inn í lyfjaverslun við Suðurgötu í Reykjanesbæ í morgun. Íbúi í nágrenninu gerði lögreglu aðvart. Þjófurinn var á bak og burt þegar lögregla kom á vettvang en hann fannst skömmu síðar sitjandi á bekk í skrúðgarðinum. Maðurinn var í annarlegu ástandi. Að svo komnu máli er ekki ljóst hvort hann hafi stolið einhverju en engin lyf fundust á manninum.
Uppfært:
Komið hefur í ljós að ekki var brotist inn í lyfjaverslunina heldur inn í húsnæði á hæðinni fyrir ofan.