Braust inn á nuddstofu í Grindavík
Klukkan 5 í morgun var lögreglu tilkynnt að innbrot væri yfirstandandi í nuddstofu við Hafnargötu í Grindavík. Þegar lögregla kom á staðinn var ölvaður maður þar innandyra og var hann handtekinn. Hafði hann brotið sér leið inn með því að brjóta rúðu í inngangi.
Maðurinn var vistaður í fangaklefa þar sem hann fékk að sofa úr sér áfnegisvímuna og var síðan færður til yfirheyrslu.
Maðurinn var vistaður í fangaklefa þar sem hann fékk að sofa úr sér áfnegisvímuna og var síðan færður til yfirheyrslu.