Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Brasilískt stórfyrirtæki skoðar möguleika í Helguvík
Þriðjudagur 18. janúar 2005 kl. 22:53

Brasilískt stórfyrirtæki skoðar möguleika í Helguvík

Brasillíska stórfyrirtækið Companhia Vale do Rio Doce er meðal þeirra sem hafa skoðað aðstöðu í Helguvík. Brasilíska fyrirtækið er með starfsemi víða um heim og rekur meðal annars ferró mangan verksmiðjur í Noregi og Frakklandi. Árið 2002 var fyrirtækið í hópi 350 stærstu fyrirtækja heims.

Árni Sigfússon bæjarstjóri Reykjanesbæjar sagði í samtali við Víkurfréttir að fyrirtækið ynni ferró mangan en sú framleiðsla er ekki ósvipuð starfsemi járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga. Fulltrúar fyrirtækisins komu hingað til lands fyrir um mánuði síðan og á næstu mánuðum verður tekin ákvörðun um hvort hafist verði handa við gerð fýsileikakönnunar varðandi hugsanlega verksmiðju í Helguvík.

Bandarískt fyrirtæki á sviði áliðnaðar hefur einnig skoðað staðhætti í Helguvík ásamt fleiri fyrirtækjum, bæði innlendum og erlendum. Iðnaðarsvæðið í Helguvík ætti að rúma fyrirtæki í stóriðnaði því stærð svæðisins er um 180 hektarar eða sem svarar 180 fótboltavöllum.

Mynd: Starfsemi brasilíska fyrirtækisins nær um allan heim eins og sjá má af kortinu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024