Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bragarbót væntanleg á hættulegum gatnamótum
Fimmtudagur 14. október 2004 kl. 11:09

Bragarbót væntanleg á hættulegum gatnamótum

Gatnamót Iðavalla og Aðalgötu hafa verið mikið til umræðu að undanförnu og er ekki langt síðan þar varð harður árekstur milli tveggja bifreiða. Limgerði og girðing við fiskvinnslufyrirtæki skyggir mikið á útsýni upp að Flugvallarvegi og eins koma bílar að ofan á miklum hraða. Það leiðir til þess að þessi gatnamót eru án efa þau hættulegustu í Reykjanesbæ.

Viðar Már Aðalsteinsson, forstöðumaður Umhverfis- og skipulagssviðs, segir að þeir viti af hættunni sem þar er og ráðgert sé að grípa til viðeigandi ráðstafana.

„Við erum með tillögu fyrir aðgerðir til að draga úr hraða á Aðalgötu á fjárhagáætlun fyrir næsta ár og ættum að geta farið í framkvæmdir eftir áramót. Í framtíðinni er svo gert ráð fyrir hringtorgi á gatnamótunum.“

Þá er einnig verið að ræða við lóðareigendur um að auka útsýni með því að minnka limgerðið og girðinguna, og segir Viðar að það reynt verði að fá botn í það mál sem allra fyrst.

Önnur gatnamót sem hafa vakið umtal eru þar sem Aðalgata og Hafnargata mætast í litlu hringtorgi. Menn hefur greint á um það hvort um sé að ræða alvöru hringtorg þar sem engar merkingar eru áður en ekið er inn í það, hvorki biðskylda né hringtorgsmerki.

Viðar segir að vissulega sé um hringtorg að ræða og gildi allar þær reglur sem eiga við um slíkt. „Við höfum farið okkur hægt í merkingum á Hafnargötunni til að spilla ekki heildarútliti eða stíl hennar en nú erum við að fara að setja upp merkingar við torgið á næstu dögum.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024