Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 1. mars 2001 kl. 10:21

Bræluvika

Nýliðin vika byrjaði með stöðugum brælum, að sögn Sverris Vilbergssonar hafnarstjóra í Grindavík. „Það var ekki fyrr en eftir miðja viku sem, snerist til norðanáttar svo bátar gátu farið að róa. Aflabrögð í net hafa verið mjög léleg sem fyrr og eru bátar farnir að leita fyrir sér norður í Faxaflóa og eins austur í köntum fyrir austan Vestmannaeyjar.“
Afli togbáta var lélegur í vikunni nema hjá Sturlu en hún náði í 63,6 tonn þrátt fyrir slæmt veður. Margir af stóru línubátunum lágu inni meðan veðrið var sem verst, en þeir sem þraukuðu komu með þokkalegan afla og var Sævík með mest eða um 60 tonn. „Loðna fór að veiðast fyrir vestan strax og veðri slotaði og bárust um 3900 tonn af loðnu á land í vikunni og fór hún að mestu í bræðslu þrátt fyrir mikla hrognafyllingu, en mikil áta í loðnunni hefur komið í veg fyrir að hægt væri að frysta hana á Japansmarkað“, segir Sverrir.
Vilhelm Þorsteinsson landaði um 150 tonnum af frystri loðnu á laugardaginn auk þess sem hann landaði rúmlega 1700 tonnum í bræðslu. Flutningaskipið Svanur lestaði tæplega 1600 tonn af mjöli á föstudaginn.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024