Bræla og aflaþurrð
Aflabrögð hjá netabátum hafa verið mjög léleg að undanförnu og margir eru þegar búnir að taka upp. Snurvoðabátarnir hafa verið að fá 2-4,5 tonn, að sögn Guðrúnar Gunnarsdóttur vigtarmanns hjá Hafnarsamlagi Suðurnesja.
„Það hafa komið smá toppar hjá snurvoðarbátunum í síðustu viku en fiskiríið hjá þeim er að dragast saman. Þetta er samt allt í lagi ennþá en það hefur oft dregist saman fyrr“, segir Guðrún.
Veðrið hefur verið leiðinlegt undanfarnar vikur, suðvestan átt og bræla. Bátar frá Sandgerði og Grindavík hafa því lagt bátunum í Keflavíkur- og Njarðvíkurhöfn og gert út þaðan þegar veður lægir. Þeir hafa þó ekki haft erindi sem erfiði því aflaþurrðin virðist vera sú sama alls staðar.
„Það hafa komið smá toppar hjá snurvoðarbátunum í síðustu viku en fiskiríið hjá þeim er að dragast saman. Þetta er samt allt í lagi ennþá en það hefur oft dregist saman fyrr“, segir Guðrún.
Veðrið hefur verið leiðinlegt undanfarnar vikur, suðvestan átt og bræla. Bátar frá Sandgerði og Grindavík hafa því lagt bátunum í Keflavíkur- og Njarðvíkurhöfn og gert út þaðan þegar veður lægir. Þeir hafa þó ekki haft erindi sem erfiði því aflaþurrðin virðist vera sú sama alls staðar.