Bræla í síðustu viku en allt á uppleið
Mikil bræla var í Sandgerðishöfn og lítið farið á sjó. Þá voru aflabrögð í Keflavíkurhöfn frekar léleg í síðustu viku en þó var þetta að glæðast á þriðjudag.Togararnir úr Sandgerði fóru þó út og kom Kristinn Lárusson með 38 tonn í einni 3-4 daga ferð. Sigþór kom með 23 tonn og Berglín og Sóley voru með í kring um 50 tonnin. Vikan sem leið var ekki glæsileg að sögn mannanna á hafnarvigtinni en þessi vika var sumri líkust. Allir smábátar á sjó og allt á uppleið síðan á laugardag. Togararnir eru hins vegar komnir í jólafrí.
Snurvoðarbátarnir úr Keflavík fóru á sjó á mánudag og komu til baka með 3-4 tonn. Netabátarnir voru ekki að fá mjög mikið, Gunnar Hámunda var með rúm 2 tonn, Happasæll með 3,5 og Óli á Stað með rúm 8 tonnum. Minnin netabátarnir voru að koma með í kring um hálft tonn hver. Einn línubátur fót á sjó og kom til hafnar með 2,5 tonn. Ágætlega viðraði til sjóferða á sunnudag og frameftir þessari viku en síðasta vika var frekar dauf, snurvoðarbátarnir fengu eitthvað en netaveiðarnar voru ekki nógu góðar. Að sögn gamalla sjómanna er þessi tími ársins lélegur netatími en þó gerðu þeir ráð fyrir að eitthvað kæmi á milli hátíðanna.
Snurvoðarbátarnir úr Keflavík fóru á sjó á mánudag og komu til baka með 3-4 tonn. Netabátarnir voru ekki að fá mjög mikið, Gunnar Hámunda var með rúm 2 tonn, Happasæll með 3,5 og Óli á Stað með rúm 8 tonnum. Minnin netabátarnir voru að koma með í kring um hálft tonn hver. Einn línubátur fót á sjó og kom til hafnar með 2,5 tonn. Ágætlega viðraði til sjóferða á sunnudag og frameftir þessari viku en síðasta vika var frekar dauf, snurvoðarbátarnir fengu eitthvað en netaveiðarnar voru ekki nógu góðar. Að sögn gamalla sjómanna er þessi tími ársins lélegur netatími en þó gerðu þeir ráð fyrir að eitthvað kæmi á milli hátíðanna.