Botnfiskaflinn: Grindavík stærsta löndunarhöfnin á landsbyggðinni
Landaður botnfiskafli í Keflavík hefur dregist saman um 56,6% frá árinu 1993. Á sama tíma hefir hann aukist um 61,1% í Grindavík. Í Sandgerði hefur hann minnkað um 34,9%, samkvæmt tölum Fiskistofu yfir landaðan, slægðan botnfiskafla. Samtals var botnfiskaflinn 56, 270 tonn á Suðurnesjum á síðasta ári. Þar af var 36, 276 tonnum landað í Grindavík, sem er stærsta löndunarhöfn landsins utan höfuðborgarsvæðisins í lönduðum botnfiskafla.