Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bótatímabil atvinnuleysisbóta verði lengt sem nemur einu ári
Þriðjudagur 27. október 2020 kl. 09:30

Bótatímabil atvinnuleysisbóta verði lengt sem nemur einu ári

Menningar- og atvinnuráð Reykjanesbæjar, Súlan, mælist eindregið til þess að bótatímabil atvinnuleysisbóta verði lengt sem nemur einu ári. Forstöðumanni Súlunnar verkefnastofu var falið að koma þessum tilmælum til þingmanna kjördæmisins.

Atvinnuleysi í Reykjanesbæ jókst um 1,1% á milli ágúst og september samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar. Samanlagður fjöldi atvinnulausra auk þeirra sem eru á hlutabótaleið var 2.682, eða 20,8%, í lok september. Sérstaka athygli vekur hlutfallslega hærra atvinnuleysi á meðal kvenna, 23,3% á móti 19% á meðal karla. Þetta kemur fram í gögnum frá menningar- og atvinnuráði Reykjanesbæjar, Súlunni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Jafnframt er fjöldi þeirra sem nú hafa verið atvinnulausir í sex mánuði eða lengur áhyggjuefni. Af þeim 2.682 sem voru í þjónustu Vinnumálastofnunar við mánaðarlok hafa 1.219 verið í þeirri stöðu í sex mánuði eða lengur. Þar af hafa 419 verið meira en eitt ár á atvinnuleysisskrá,“ segir í afgreiðslu ráðsins.