Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Börnum yngri en 10 ára óheimilt að fara ein í sund
Fimmtudagur 23. desember 2010 kl. 09:38

Börnum yngri en 10 ára óheimilt að fara ein í sund

Frá og með 1. janúar 2011 tekur gildi ný reglugerð um hollustuhætti á sund og baðstöðum. Meðal breytinga á reglugerðinni er breyting á 14. gr. sem hljóðar svo eftir breytingar:  börnum yngri en 10 ára er óheimill aðgangur að sund og baðstöðum nema í fylgd með syndum einstaklingi 15 ára eða eldri. Ekki skal leyfa viðkomandi að hafa fleiri en tvö börn með sér, nema um sé að ræða foreldri eða forráðamann barna. 

Vakin er athygli á þessu þar sem um er að ræða hækkun aldurs þeirra barna sem hafa leyfi til að koma ein í sundlaug úr 8 ára í 10 ára og einnig er hækkaður aldur þeirra sem hafa leyfi til að koma með yngri börn með sér úr 14 ára í 15 ára.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024