Börnin á Tjarnarseli flytja ljóð fyrir bæjarstjóra
Nemendur í leikskólanum Tjarnarseli heimsóttu bæjarstjóra í morgun til þess að flytja fyrir hann ljóðið Keflavík eftir Jón Guðmundsson.
Ljóðið höfðu nemendur lært utanbókar í tilefni af ljóðalestri um allan bæ og hafa þau jafnframt kynnt sér tímann sem ljóðið er ort á og umfjöllunarefnið með vettvangsferðum um gamla bæinn.
Árni Sigfússon, bæjarstjóri og starfsmenn ráðhússins hlustuðu á flutninginn en að launum hlutu börnin merki Reykjanesbæjar enda benti bæjarstjóri þeim á að þau væru sendiherrar Reykjanesbæjar.
Fræðsla fyrir "unglinga"
Börnin notuðu jafnframt tækifærið og bentu á það sem betur má fara í bænum. Vildu þau betri umgengni við Nónvörðu og eins höfðu þau áhyggjur af skemmdum sem unnin hafa verið á trjám í Vatnsholti. Töldu þau helst líklegast að þar væru svokallaðir unglingar á ferð og benti Árni þeim á að heimsækja skólana og ræða málin við unglingana sem myndu örugglega sjá villu síns vegar.
Af vef Reykjanesbæjar