Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Börn og unglingar sendir heim í gærkvöldi
Miðvikudagur 29. september 2004 kl. 13:36

Börn og unglingar sendir heim í gærkvöldi

Lögreglan í Keflavík hafði afskipti af fjölmörgum börnum og unglingum í gærkvöldi þar sem þau voru á ferli utan leyfilegs útivistartíma.

Um klukkan níu var fjórum 11 ára börnum í Sandgerði vísað heim, sem og tveimur tólf ára börnum um svipað leyti í Garði.
Þá var tveimur vísað til síns heima í Grindavík og fimm ungmennum í Vogum um klukkan ellefu.

Í samtali við Víkurfréttir sagði lögreglan að nokkur aukning hefði átt sér stað í þessum efnum vegna verkfalls grunnskólakennara. Þó hefði einnig spilað inn í að veður var gott í gærkvöldi.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024