Börn og unglingar með flugelda
Aðeins sex tilkynningar komu til lögreglunnar þar sem kvartað var undan flugeldum og voru þau öll í tengslum við meðhöndlun barna og unglinga
á þeim.
Læknir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja kom á lögreglustöðina daginn fyrir gamlársdag og vakti máls á því að deginum áður hafi komið fjórir aðilar frá 12 ára aldri sem voru brunnir á
höndum og með augnáverka eftir skotelda. Vildi læknirinn koma þessu á framfæri
ef vera skyldi að hægt yrði að árétta að foreldrar/forráðamenn fylgdust
betur með hvað börnin væru með.
Ekki er vitað um hve margir leituðu til læknis vegna flugelda, en þessi
tilvik eru sjaldnast tilkynnt til lögreglunnar. Nú þegar þrettándabrenna með tilheyrandi flugelda skotum er framundan er vert að hafa þetta í huga.
á þeim.
Læknir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja kom á lögreglustöðina daginn fyrir gamlársdag og vakti máls á því að deginum áður hafi komið fjórir aðilar frá 12 ára aldri sem voru brunnir á
höndum og með augnáverka eftir skotelda. Vildi læknirinn koma þessu á framfæri
ef vera skyldi að hægt yrði að árétta að foreldrar/forráðamenn fylgdust
betur með hvað börnin væru með.
Ekki er vitað um hve margir leituðu til læknis vegna flugelda, en þessi
tilvik eru sjaldnast tilkynnt til lögreglunnar. Nú þegar þrettándabrenna með tilheyrandi flugelda skotum er framundan er vert að hafa þetta í huga.