Börn muna illa eftir aðgangskortum
Umræður um óánægju vegna aðgangskorta í kjölfar aðgangshliða í íþróttamiðstöðvum bæjarins voru á síðasta fundi ungmennaráðs Suðurnesjabæjar. „Börn muna illa eftir að hafa kortin með sér og umræður um hvort það væri hægt að hafa möguleikann á hafa þau rafræn,“ segir í gögnum fundarins.
Lagt er til að starfsfólk íþróttamiðstöðva sýni sveigjanleika þegar fólk gleymir kortunum sínum og fulltrúar ráðsins kanni hvort möguleiki á að hafa rafræna útfærslu á aðgangskortunum, segir í afgreiðslu fundarins.