Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Börn í Reykjanesbæ: Málþing 14. mars
Þriðjudagur 17. febrúar 2009 kl. 12:43

Börn í Reykjanesbæ: Málþing 14. mars

FFGÍR, Foreldrafélög og foreldraráð gunnskólanna í Reykjanesbæ, efnir til málþings í Virkjun á Vallarheiði 14.mars. Málþingið er opið öllum velunnurum og forráðamönnum barna í Reykjanesbæ til skrafs og ráðagerða um börn og málefni þeirra á erfiðum tímum. Á málþinginu verða fræðsluerindi og gefst fólki kostur á að koma með fyrirspurnir.

Kynningarbásar

Aðstaðan í húsi Virkjunar er það góð að við ætlum að bjóða félagasamtökum skólum, stofnunum og aðilum sem vinna með börn í Reykjanesbæ að vera með kynningu á sínu starfi. Þeir sem hafa áhuga á að vera með eru beðnir um að hafa samband við Ingigerði Sæmundsdóttur, verkefnastjóra FFGÍR  til að panta aðstöðu.

Vinsamlega hafið samband [email protected] eða í síma 868-4495.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024