Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 1. júní 2000 kl. 20:09

Börn í byggingarhug í blómabeði

Vélarhlutar, trébretti og annað rusl var meðal þess sem Vilhjálmur Þorleifsson, bæjarstarfsmaður, fann Í blómabeðinu í holtinu við Faxabraut í Keflavík. „Ég er hneykslaður á þessum sóðaskap. Það munar engu fyrir fólk að trylla þessu upp í Sorpeyðingastöð. Ég trúi ekki að börn hafi verið að verki, því þetta eru þungir hlutir og mikið magn“, sagði Vilhjálmur í samtali við vf.is. Lesandi hafði samband við okkur eftir að hafa séð fréttina og sagðist hafa séð þrjá gutta úr hverfinu á aldrinum 6-8 ára sem hafi verið í miklum byggingarhus í beðinu. Þrátt fyrir ítrekaðar óskir um að þeir fjarlægði draslið létu þeir ekki verða að því og kom það í hlut bæjarstarfsmanna á koma ruslinu á réttan stað.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024