Börn hælisleitenda geta sótt grunnskóla í Reykjanesbæ
Börn hælisleitenda sem sótt hafa um hæli á Íslandi munu eiga þess kost að sækja skóla í Reykjanesbæ á meðan umsókn þeirra er til meðferðar hjá íslenskum stjórnvöldum. Hefur sú staða komið upp í fyrsta sinn að barn á grunnskólaaldri er hér við þessar aðstæður, en Útlendingastofnun gerði á sínum tíma samning við Reykjanesbæ um að annast hælisleitendur á meðan mál þeirra eru til meðferðar.
Gert er ráð fyrir að barn hafi dvalið á landinu í a.m.k. einn mánuð áður en til skólagöngu kemur en það kemur til að því að hælisleitendur stoppa misjafnlega lengi eða allt frá einum sólarhringi upp í nokkra mánuði.
Ef viðkomandi fær samþykkt hæli fær hann sjálfkrafa öll réttindi á Íslandi, en frá þessu var greint á vef Reykjanesbæjar.
VF-ljósmynd/Úr myndasafni.