Börn á hlaupahjólum og hjólabrettum: Ábyrgðin er foreldranna
Foreldrar barna hafa lýst áhyggjum sínum af því að börn væru hjálmlaus á hlaupahjólum við skólana. Hlaupahjólin hafa verið vinsæl hjá yngri kynslóðinni að undanförnu en reglur og lög um öryggisbúnað virðast óljós.
Að sögn Gylfa Guðmundssonar, skólastjóra í Njarðvíkurskóla hafa ekki komið upp vandamál varðandi hlaupahjól eða hjólabretti en aðstaða fyrir bretti er við skólan. „Þau eru fá sem koma í skólann á hlaupahjólum og við beinum þeim tilmælum til þeirra að þau noti hjálma en við getum ekki séð til þess almennilega. Það er auðvitað ábyrgð foreldranna að sjá til þess að börnin séu með hjálma“, segir Gylfi. Umferðafræðsla er í hverjum bekk og þar er kynnt hjálmanotkun. Karl Hermannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í Keflavík segir engar reglur til um notkun hjálma á hlaupahjólum eða þessháttar farartækjum. „Það er ætlast til þess að börn noti hlaupahjólin á gagnstéttum en það er engin reglugerð um notkun hjálma.“ Lögreglan hefur fylgt eftir reglum um notkun hjálma á reiðhjólum og er haft samband við foreldra ef þessum reglum er ekki fylgt. „Það er vel þess virði að kanna þetta mál betur með hlaupahjólin“, segir Karl. Foreldrar eru hvattir til þess að brýna fyrir börnum sínum um notkun hjálma þó ekki séu lög eða reglur um notkun þeirra á hlaupahjólum eða hjólabrettum. Foreldrar þurfa að setja börnum sínum reglur að mati Karls Hermannssonar. „Löggjafinn á ekki að þurfa að setja reglur um alla skapaða hluti, það verður að gera kröfur til þess að foreldrar komi þessu inn hjá börnunum eins og með endurskinsmerkin og aðrar lífsreglur sem þau eiga að setja þeim“, segir Karl.
Að sögn Gylfa Guðmundssonar, skólastjóra í Njarðvíkurskóla hafa ekki komið upp vandamál varðandi hlaupahjól eða hjólabretti en aðstaða fyrir bretti er við skólan. „Þau eru fá sem koma í skólann á hlaupahjólum og við beinum þeim tilmælum til þeirra að þau noti hjálma en við getum ekki séð til þess almennilega. Það er auðvitað ábyrgð foreldranna að sjá til þess að börnin séu með hjálma“, segir Gylfi. Umferðafræðsla er í hverjum bekk og þar er kynnt hjálmanotkun. Karl Hermannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í Keflavík segir engar reglur til um notkun hjálma á hlaupahjólum eða þessháttar farartækjum. „Það er ætlast til þess að börn noti hlaupahjólin á gagnstéttum en það er engin reglugerð um notkun hjálma.“ Lögreglan hefur fylgt eftir reglum um notkun hjálma á reiðhjólum og er haft samband við foreldra ef þessum reglum er ekki fylgt. „Það er vel þess virði að kanna þetta mál betur með hlaupahjólin“, segir Karl. Foreldrar eru hvattir til þess að brýna fyrir börnum sínum um notkun hjálma þó ekki séu lög eða reglur um notkun þeirra á hlaupahjólum eða hjólabrettum. Foreldrar þurfa að setja börnum sínum reglur að mati Karls Hermannssonar. „Löggjafinn á ekki að þurfa að setja reglur um alla skapaða hluti, það verður að gera kröfur til þess að foreldrar komi þessu inn hjá börnunum eins og með endurskinsmerkin og aðrar lífsreglur sem þau eiga að setja þeim“, segir Karl.