Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Borist nokkrar tilkynningar
Fimmtudagur 26. maí 2005 kl. 15:03

Borist nokkrar tilkynningar

Nokkrar tilkynningar hafa borist Lögreglunni í Keflavík þess efnis að maður hafi reynt að lokka börn upp í bíl sinn við a.m.k. tvo grunnskóla í Reykjanesbæ. Í bæði skiptin var um rauðan bíl að ræða.

Lögreglan í Keflavík heimsótti grunnskólana í gær og í dag og hafa lögreglumenn rætt við bæði kennara og nemendur.

Einhver múgæsingur átti sér stað í Reykjanesbæ í gær þegar fréttin um manninn á rauða bílnum spurðist út og þess vegna vill Lögreglan í Keflavík biðja fólk um að halda ró sinni því töluvert er til af rauðum bílum á Suðurnesjum.

Hugsanlega mun Lögreglan í Keflavík vakta grunnskólana í Reykjanesbæ næstu daga.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024