Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Þriðjudagur 26. desember 2000 kl. 01:54

Borgarvegur 25 Ljósahús Reykjanesbæjar 2000

Borgarvegur 25 var valið Ljósahús Reykjanesbæjar 2000 af dómnefnd Markaðs- og atvinnumálaskrifstofu Reykjanesbæjar en þetta er í fyrsta sinn sem þetta val fer fram. Jólaskreytingar í Reykjanesbæ eru svo stórfenglegar að Markaðs- og atvinnumálaskrifstofa bæjarins ákvað að nýta sér það í ferðaþjónustu og hvetur aðra landsmenn að koma og líta á jólaljósin.Efnt var til samkeppni um Ljósahús Reykjanesbæjar og bárust yfir 30 tilnefningar.
Hamragarður 9 í Keflavík fékk 2. verðlaun en síðan fengu fjögur önnur hús viðurkenningar. Langholt 16 í Keflavík fyrir skemmtilega skreytingu, Freyjuvellir 13 fyrir glæsileika og Túngata 14 í Keflavík fékk titilinn Jólahúsið. Eigandi Týsvalla 1 fékk frumkvöðlaverðlaunin en þetta hús hefur þótt skara framúr í skreytingum undanfarin ár.
Markaðsskrifstofan hefur dreift götukorti á bensínstöðvar á Suðurnesjum þar sem hægt er að finna jólahúsin sem eru svo fagurlega skreytt í Reykjanesbæ. „Við vonumst til að sjá aðra landsmenn taka rúnt til Reykjanesbæjar og líta á dýrðina. Skreytingarnar eru glæsilegar og sennilega hvergi eins veglegar og hér“, sagði Helga Sigrún Harðardóttir á Markaðs- og atvinnumálaskrifstofu Reykjanesbæjar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024