Borgarstjóri: Álver verði ylver og ananas ræktaður með jarðhita?
Jón Gnarr, borgarstjóri í Reykjavík, deilir frétt á Dagbók borgarstjóra þar sem greint er frá því að Björk Guðmundsdóttir söngkona vilji breyta álverinu í Helguvík í gróðurhús. Athugasemd borgarstjóra er einföld eða „Ylver?“. Hann hefur fengið yfir 100 athugasemdir við færslu sína þar sem flestir eru á því að það sé málið að gera álver að ylveri.
Í athugasemdum við færslur koma tvívegis færslur frá borgarstjóranum Jóni Gnarrr þar sem segir annars vegar: „Ég heimsótti Asoraeyjar fyrir mörgum árum. Þær eru beint suður af Íslandi og með mikinn jarðhita eins og við. Ein þeirra helsta útflutningsvara er heimsþekktur ananas, sem er einmitt ræktaður í gróðurhúsum!“
Þá segir borgarstjórinn: „Ananas, perur, banananar, silkifyðrildi, epli og appelsínur. Allt lífrænt. Grunar að íslenskt mango t.d. mundi vekja heimsathygli!“