Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Borgarráð hafnar sameiningu GGE og REI
Fimmtudagur 1. nóvember 2007 kl. 13:20

Borgarráð hafnar sameiningu GGE og REI

Borgarráð Reykjavíkur hafnaði á fundi sínum í morgun samruna GGE og REI. Fyrir fundinum lágu tillögur þess efnis frá stýrihópi sem myndaður var til að fjalla um málið.

Tillögur hópsins gengu  annars vegar út á að hafna samruna félaganna og  20 ára einkaréttarsamningi REI við Orkuveitu Reykjavíkur. Hins vegar að Orkuveita Reykjavíkur gangist undir ítarlega stjórnsýsluúttekt. Þverpólitísk samstaða var í Borgarráði um að málið í morgun.

Haft er eftir Svandís Svavarsdóttur, borgarfulltrúi VG, sem fer fyrir stýrihópnum, að hópurinn muni halda áfram störfum og verkefni hans yrðu fyrst og fremst að draga lærdóm af því sem gerst hefði.



Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024