Borgarafundurinn kom deilendum að samningaborðinu
Fundur fulltrúa heilsugæslulækna og heilbrigðisráðherra verður klukkan hálf fimm í dag í heilbrigðisráðuneytinu. Á fundi ráðherra í gær með Þóri Kolbeinssyni formanni Félags Heilsugæslulækna var ákveðið að fundur yrði haldinn í dag. Á fundinum í gær komu fram atriði sem rædd verða í dag, en Elsa B. Friðfinnsdóttir aðstoðarmaður Heilbrigðisráðherra vildi í samtali við Víkurfréttir ekki upplýsa um það hver þessi atriði væru: „Ég held að það sé ekki skynsamlegt fyrir hvorugan aðila að upplýsa um þau atriði sem urðu til þess að deilendur ræða saman.“ Elsa segist vera bjartsýn á að deilan leysist fljótlega og segir hún að borgarafundurinn sl. sunnudag um læknadeiluna hafi án efa komið deilendum að samningaborðinu: „Það er alveg ljóst að borgarafundurinn útskýrði málið ítarlega fyrir bæjarbúum, þar sem báðar hliðar málsins komu fram og það skiptir miklu máli og á fundinum kom fram vilji beggja aðila til að leysa deiluna,“ sagði Elsa í samtali við Víkurfréttir.
VF:mynd: Páll Ketilsson
Friðarljósin sem Hjálmar Árnason afhenti deiluaðilum hafa átt sinn hlut í því að farið var að ræða saman.
VF:mynd: Páll Ketilsson
Friðarljósin sem Hjálmar Árnason afhenti deiluaðilum hafa átt sinn hlut í því að farið var að ræða saman.