Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Borgarafundurinn í kvöld: Kalla eftir skýrum stuðningi ríkisstjórnarinnar
Mánudagur 12. október 2009 kl. 11:37

Borgarafundurinn í kvöld: Kalla eftir skýrum stuðningi ríkisstjórnarinnar

Sveitarfélög og launþegahreyfingin á Suðurnesjum efna til borgarafundar um atvinnumál í dag, mánudag, kl. 18:00. Yfirskrift fundarins er „Baráttan um vinnu“ og verður fundurinn haldinn í Fjölbrautaskóla Suðurnesja í Reykjanesbæ.

Tilefni fundarins er að kalla eftir skýrum stuðningi ríkisstjórnarinnar til uppbyggingar þeirra miklu atvinnutækifæra sem geta farið af stað um næstu áramót ef ekki verða frekari tafir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Stærstu áformin í atvinnuuppbyggingu, s.s. álver, kísilver og gagnaver, krefjast orku sem þarf að flytja á milli staða. Þeim er teflt í tvísýnu með ákvörðun umhverfisráðherra að tefja enn frekar vinnu við raforkulagnir um Suðurnes. Óljóst er hvort tafir á uppbyggingu vegna ákvörðunar ráðherrans þýða mánuði eða ár. Úr þessu þarf ríkisstjórnin strax að skera. Þá hefur ríkisstjórnin ekki svarað því hvort og með hvaða hætti hún hyggst styðja hafnargerð í Helguvík sem engu að síður er langt komin.

Öllum töfum í atvinnuuppbyggingu er stefnt gegn atvinnulausum og tekjulágu fólki, sem beðið hefur árum saman eftir öruggum og vel launuðum störfum. Yfir 1600 manns eru nú atvinnulausir á Suðurnesjum.