Borgarafundur vegna læknadeilu

Sem íbúi bæjarfélagsins og þingmaður svæðisins hef ég vitaskuld þungar áhyggjur af stöðu mála. Hef reyndar legið nær daglega í ráðherra með áskorun um að leysa hnútinn. Ég geri mér alveg grein fyrir því að þetta er ekkert einfalt mál. Þetta snýst um deilur ríkisvalds og lækna. Sjaldan veldur einn þá tveir deila og finnst mér að báðir aðilar verði að slá af sínum kröfum. Íbúar Suðurnesja geta ekki unað því ófremdarástandi sem ríkir hér vegna deilna þessara aðila. Líf og heilsa okkar er í húfi og því ber þeim skylda til að finna lausn.
Ég þakka hinum dularfulla Karli á kassanum fyrir þessai ögrandi áskorun. Með borgarafundi um málið gefst deiluaðilum kostur á að skýra stöðu sína en um leið að finna alvöruna meðal íbúanna. Ég hvet fólk til að mæta og við skulum vona að deiluaðilar finni hvað við erum málefnanleg en um leið sýnum mikla samstöðu um að deilan verði leyst þegar í stað.