Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Borgarafundur vegna læknadeilu
Föstudagur 15. nóvember 2002 kl. 10:31

Borgarafundur vegna læknadeilu

Í VF í gær er birt áskorun til Hjálmars Árnasonar, alþingismanns, um að boða til borgarafundar vegna læknadeilunnar. Blaðið spurði Hjálmar hvernig hann hygðist bregðast við þessari áskorun. „Að sjálfsögðu tek ég henni. Ég sá ekki blaðið fyrr en ég kom heim í gærkvöldi. Strax reyndi ég að festa hús og reyndist Ráin vera laus á sunnudagskvöldið.“ Í áskoruninni er minnst á Stapann en hann er því miður ekki á lausu fyrr en upp úr miðri næstu viku. Ég vil ekki bíða svo lengi og er ánægður með að Björn Vífill var með Ránna lausa á sunnudagskvöldið. Fundurinn hefst kl. 20:30 næstkomandi sunnudagskvöld og er öllum opinn. Ég er búinn að bjóða heilrigðisráðherra að koma og er að reyna að ná sambandi við fulltrúa læknana. Einnig bauð ég Árna Sigfússyni, bæjarstjóra, að koma. Tók hann vel í erindið ef hann nær að breyta áætlunum sínum.

Sem íbúi bæjarfélagsins og þingmaður svæðisins hef ég vitaskuld þungar áhyggjur af stöðu mála. Hef reyndar legið nær daglega í ráðherra með áskorun um að leysa hnútinn. Ég geri mér alveg grein fyrir því að þetta er ekkert einfalt mál. Þetta snýst um deilur ríkisvalds og lækna. Sjaldan veldur einn þá tveir deila og finnst mér að báðir aðilar verði að slá af sínum kröfum. Íbúar Suðurnesja geta ekki unað því ófremdarástandi sem ríkir hér vegna deilna þessara aðila. Líf og heilsa okkar er í húfi og því ber þeim skylda til að finna lausn.

Ég þakka hinum dularfulla Karli á kassanum fyrir þessai ögrandi áskorun. Með borgarafundi um málið gefst deiluaðilum kostur á að skýra stöðu sína en um leið að finna alvöruna meðal íbúanna. Ég hvet fólk til að mæta og við skulum vona að deiluaðilar finni hvað við erum málefnanleg en um leið sýnum mikla samstöðu um að deilan verði leyst þegar í stað.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024