Borgarafundur um HSS síðdegis
Borgarafundur um málefni Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja verður haldinn á sal Fjölbrautaskóla Suðurnesja kl. 17 í dag. Heilbrigðisráðherra hefur boðað komu sína á fundinn en einnig hefur öllum bæjarstjórnum Suðurnesja og þingmönnum Suðurkjördæmis verið boðið til fundarins.
Nokkrir einstaklingar verða með framsögu á fundinum og tala fyrir nauðsyn þeirrar þjónustu sem HSS veitir og á að skera niður.
Suðurnesjamenn eru hvattir til að fjölmenna á fundinn og sýna samstöðu í verki í baráttu fyrir Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, eins og segir í tilkynningu frá aðstandendum fundarins.
Framsaga á borgarafundi