Borgarafundur um atvinnu á Suðurnesjum í kvöld
Borgarafundur um atvinnu á Suðurnesjum verður haldinn í sal Fjölbrautaskóla Suðurnesja í dag, mánudaginn 12. október kl. 18:00. Fjallað verður um ákvörðun umhverfisráðherra um að tefja framkvæmdir við Suðvesturlínu.
Framsögu á fundinum veita Árni Sigfússon bæjarstjóri Reykjanesbæjar, Ásmundur Friðriksson bæjarstjóri Sveitarfélagsins Garðs, Sigurður Valur Ásbjarnarson bæjarstjóri Sandgerðis, Róbert Ragnarsson bæjarstjóri Sveitarfélagsins Voga og Kristján Gunnarsson formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkurog nágrennis.
Í lok fundarins verður borin upp ályktun fundarins.