Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Borgarafundur í Stapa í kvöld
Mánudagur 7. febrúar 2005 kl. 09:56

Borgarafundur í Stapa í kvöld

Borgarafundur um tvöföldun Reykjanesbrautar verður haldinn í Stapa í kvöld. Áhugahópur um örugga Reykjanesbraut boðar til fundarins en hann hefst klukkan 20:00.
Meðal þeirra sem munu flytja ávörp á fundinum eru Sturla Böðvarsson samgönguráðherra, Steinþór Jónsson formaður áhugahóps um örugga Reykjanesbraut, Guðmundur Hallvarðsson formaður samgöngunefndar, auk þingmanna kjördæmisins.
Nýlega var opnað fyrir skráningu á borgarafundinn og verður þátttökulistinn afhentur samgönguráðherra eftir fundinn. Þegar borgarafundur um sama málefni var haldinn fyrir fáeinum árum mættu um 1000 manns á fundinn og nú er það markmið áhugasamtaka um örugga Reykajnesbraut að fylla Stapann og sýna þannig í verki að Suðurnesjamönnum er alvara með kröfum sínum um að lokið verði við tvöföldun Reykjanesbrautar frá Hafnarfirði að Fitjum.

Myndin: Frá borgarafundinum í Stapa árið 2000 en þá mættu yfir 1000 manns.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024