Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 21. janúar 1999 kl. 15:11

BORGARAFUNDUR Í GARÐI UM SAMEININGARMÁL - KOSTIR OG GALLAR

Sameining Gerðahrepps og Sandgerðis hefur fyrst og fremst kostnaðarlegan ávinning í för með sér sem nemur 8,9 milljónum kr. á ári. Einnig munu framlög úr jöfnunarsjóði hækka um eina milljón m.v. núverandi reglur sjóðsins. Ekki verður séð að núverandi þjónustustig breytistr, en á móti kemur að sveitarfélagið fær aukið bolmagn til að takast á við verkefni. Kostnaðarlegur ávinningur af sameiningu Gerðahrepps og Reykjanesbæjar er metinn nokkuð meiri eða sem nemur 19,6 millj. kr. Aftur á móti skerðast framlög úr tekjujöfnunarsjóði um 11,6 milljónir þannig að nettó ávinningur er því um 8 milljónir eða tveimur milljónum lakari en við sameiningu við Sandgerði. Í skýrslu VSÓ segir að hæpið sé að hinn almenni borgari finni fyrir þeim mun. Stærsti munurinn liggur í að með sameiningu við Reykjanesbæ fá íbúar og fyrirtæki aðgang að betri þjónustu. Íbúar Gerðahrepps verða þátttakendur í að byggja upp öflugt sveitarfélag með aukinni faglegri stjórnun og þjónustu, sveitarfélag sem hefur meira bolmagn til að takast á við verkefni sem bíða í framtíðinni. Í þessari niðurstöðu VSÓ vega þungt efasemdir um að sameinað sveitarfélag Sandgerðis og Gerðahrepps verði nógu öflugt og ennþá verði að leita eftir samstarfi við Reykjanesbæ. Sameining þessara tveggja sveitarfélaga myndi hugsanlega tefja þá mögulegu þróun að öll sveitarfélög sameinist í eitt í upphafi nýrrar aldar. Auk þess er vafasamt að velja sameiningarvalkost á þeim forsendum að framlög úr tekjujöfnunarsjóði séu hagstæðari. Í dag er samstarf Gerðahrepps meira við Reykjanesbæ en Sandgerði. Má þar nefna Brunavarnir Suðurnesja, Hafnasamlag Suðurnesja og auk þess kaup á þjónustu frá Skólaskrifstofu Reykjanesbæjar og Markaðs- og atvinnumálaskrifstofu. Gerðahreppur á ekkert formlegt samstarf við Sandgerði eitt og sér, heldur einungis á vettvangi Sambands sveitarféla á Suðurnesjum eða annars staðar þar sem fleiri en tvö sveitarfélög á Suðurnesjum starfa saman.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024