Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Borgarafundur: Búist við fjörugum umræðum
Mánudagur 7. febrúar 2005 kl. 17:41

Borgarafundur: Búist við fjörugum umræðum

Fjölmargir þingmenn og sveitarstjórnarmenn hafa boðað komu sína á borgarafund um örugga Reykjanesbraut sem haldinn verður í Stapanum í kvöld. Samgönguráðherra og þingmenn kjördæmisins munu halda framsögu um framkvæmdir við brautina og geta fundarmenn borið fram fyrirspurnir.

Steinþór Jónsson formaður áhugahóps um örugga Reykjanesbraut segir að umgjörð fundarins gefi tilefni til fjörugra umræðna og fróðlegs fundar með samgönguráðherra. „Við erum bjartsýnir að fá fram niðurstöðu af fundinum og við erum hóflega bjartsýnir á að niðurstaðan verði eins og við getum sætt okkur við. Fundurinn í kvöld getur haft úrslitaáhrif á ákvörðun ráðherra því með sýnilegri samstöðu og þrýstingi gerast hlutirnir hraðar en ella,“ segir Steinþór.

Að sögn Steinþórs hefur markið verið sett hátt þegar talað er um að fylla Stapann í kvöld. „En í svona baráttu þá gengur ekkert annað og þá reynir á hinn almenna baráttuman um öryggi Reykjanesbrautar. Við höfum sett fram raunhæf markmið um að framkvæmdum ljúki á þessu og næsta ári og eru allar forsendur til að það geti orðið til staðar.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024