Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Borgar sig að fljúga til útlanda á nóttunni?
Mánudagur 13. febrúar 2012 kl. 13:51

Borgar sig að fljúga til útlanda á nóttunni?

Boðið er uppá næturflug frá Keflavík til nokkurra áfangastaða í Evrópu. Þrátt fyrir óheppilegan flugtíma er þetta ekki alltaf ódýrasti kosturinn, segir á Túristi.is.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þeir sem eru leið til Kaupmannahafnar, Parísar og Berlínar í sumar eiga þess kost að verja fyrstu nótt ferðarinnar á flugi yfir til meginlandsins. Sama val hafa þeir sem ætla til þýsku borganna Hamborgar, Stuttgart og Kölnar eða danska bæjarins Billund.

Fyrirfram mætti reikna með að það kostaði minna á ferðast á nóttunni en á daginn vegna þess hve nætursvefinn er flestum dýrmætur. En samkvæmt niðurstöðum verðkönnunar Túrista þá spara farþegarnir lítið með því að taka næturflugið. Nema þá auðvitað hótelgistinguna fyrstu nóttina. Ef aðeins er litið að fargjaldið þá er munurinn á farinu frá Keflavík um nótt eða dag oft sáralítill.

Í könnuninni voru borin sama verð á flugi til nokkurra áfangastaða í júlí. Kostnaður vegna heimferðar var ekki kannaður. Verðin voru fengin á heimasíðu viðkomandi flugfélaga sunnudaginn 12. febrúar.

Lengri útgáfa af fréttinni hér!