Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Borgaði með bros á vör fyrir ruslið
Þriðjudagur 3. janúar 2012 kl. 09:42

Borgaði með bros á vör fyrir ruslið

Gjaldskylda á endurvinnslustöðvum Kölku var tekin upp nú um áramótin eins og greint hefur verið frá í fréttum. Tiltekin úrgangsefni frá heimilum eru nú orðin gjaldskyld á endurvinnslustöðvum Kölku í Vogum, Grindavík og Helguvík. Áfram verða þó fjölmargar tilgreindar tegundir úrgangsefna undanþegnar gjaldskyldu eins og verið hefur.

Fyrstur til að mæta á endurvinnslustöð með fullan bíl af timburútgangi og greiða fyrir förgun á því með bros á vör var Valur Margeirsson. Hann er frumkvöðull á fleiri sviðum og stundum verið fyrstur til ýmissa hluta og gefið gott fordæmi með brosi sínu og gleði.

Á meðfylgjandi mynd eru Valur Margeirsson og Jón Norðfjörð, framkvæmdastjóri Kölku, á þessum tímamótum hjá Kölku.


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024