Borgaði 67.500 í hraðasekt
- Skráningarnúmer fjarlægð af nokkrum bifreiðum
Lögreglan á Suðurnesjum kærði sextán ökumenn fyrir of hraðan akstur um helgina. Sá sem hraðast ók mældist á 141 km hraða á Reykjanesbraut þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund. Hann greiddi sektina, 67.500, krónur á staðnum. Einn ökumaður til viðbótar var grunaður um ölvun við akstur.
Þá voru skráningarnúmer fjarlægð af nokkrum bifreiðum sem ýmist voru óskoðaðar eða ótryggðar.